Vatt rafbílar sem færaþig inn í framtíðina
Við seljum eingöngu 100% – Veldu hreinni, hljóðlátari og orkumeiri akstur.
BYD
BYD er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í því að skapa tækninýjungar til framfara fyrir heiminn. BYD er eini bílaframleiðandi heims sem einnig framleiðir rafhlöður, örgjafa, stýrikerfi fyrir rafhlöður og rafmótora. Allt frá því fyrirtækið var stofnað árið 1995 hefur vöxtur þess verið mjög hraður og byggð hefur verið upp innan fyrirtækisins staðgóð sérfræðiþekking á endurhlaðanlegum rafhlöðum og sjálfbærri þróun.
Starfsemi BYD nær nú til nokkurra sviða, þ.á.m. bíla, rafeindatækni, orku og járnbrautasamgangna. Þá hefur BYD lagt mikla áherslu á endurnýjanlega orkugjafa á heimsvísu og er með starfsemi í yfir 70 löndum og svæðum. BYD Company Ltd. er eitt stærsta fyrirtæki í Kína í einkaeigu.


Maxus
Móðurfyrirtæki Maxus er SAIC Motors sem er stærsti bílaframleiðandinn í Kína. SAIC Motors hefur byggt upp þróunarstefnu sem hefur skilað fyrirtækinu miklum vexti, sérstaklega hvað varðar framleiðslu á rafbílum og tengiltvinnbílum. Þar sem fyrirtækið kemur snemma að borði við þróun nýrrar rafbílatækni hefur bílaútflutningur stöðugt orðið stærri þáttur í starfsemi fyrirtækisins. Áður seldi fyrirtækið einkum bíla á kínverska markaðnum en hlutur útflutnings til annarra landa hefur aukist mikið. Árið 2019 flutti SAIC Motors út 350.000 bíla og varð þar með stærsti bílaframleiðandi Kína í útflutningi. SAIC Motors er sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims og stærsti bílaframleiðandi í Kína. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á gæði, þægindi og góða aksturseiginleika.
Aiways
Aiways var stofnsett árið 2017 í Sjanghæ í Kína. Að baki fyrirtækinu stendur fjöldi einkafjárfesta ásamt bæjaryfirvöldum í Sjangrao í Jiangxi héraði þar sem verksmiðja Aiways er. Í þróunar- og framleiðsludeild fyrirtækisins eru sérfræðingar úr kínverska og evrópska bílaiðnaðinum. Höfuðstöðvarnar í Evrópu eru í München.
Hvað merkir nafnið og lógóið? „Ai“ merkir að „elska“ á kínversku og vísar heitið Aiways beint í slagorð fyrirtækisins: „Elskaðu að aka“. Slagorðið undirstrikar metnað Aiways að smíða rafbíla sem eru ánægjulegir í akstri, auðveldir í notkun og aðgengilegir sem flestum.
